Hlíðarvatn SVH og Djúpavatn komið í sölu.

Kæru veiðimenn.

Hlíðarvatn SVH og Djúpavatn eru komin í sölu.

Við minnum á að í Djúpavatni gildir keypt veiðileyfi fyrir 10 stangir og veiðihúsið.

Í Hlíðarvatni eru 5 stangir seldar saman í einum pakka í ágúst og september.

Bæði þessi veiðisvæði henta mjög vel fyrir alla fjölskylduna.

 

 

kveðja,

leyfi.is

Veiðileyfin rétt við það að koma í sölu.

Kæru veiðimenn.

Nú er unnið að því að setja í sölu veiðileyfin fyrir sumarið 2020.  Mikið úrval af veiðileyfum verður komið í sölu fyrir Páskana.

Á meðfylgjandi mynd er hann Guðmann Marel Sigurðsson „malli“ eins og hann var kallaður.  Hann veiddi mikið og vel í Vola í gegnum árin.  Malli lést þann 12 desember 2019.  Blessuð sé minning hans.

 

kveðja,

leyfi.is

Bara nokkuð góður gangur í veiði í Ölfusá.

Kæru veiðimenn.

Það hefur verið bara nokkuð góður gangur í veiði í Ölfusá.  í gær voru komnir á land 61 lax og 11 sjóbirtingar.

Á meðfylgjandi mynd er Sverrir Einarsson félagsmaður í SVFS með nýgenginn lax sam hann veiddi í Víkinni í Ölfusá.

Lausir dagar eru til sölu á www.leyfi.is

 

Með kveðju,

leyfi.is

Enn fréttir af veiði í Vola.

Við fengum senda þessa mynd frá stórveiðimanninum G Marel Sig.   Hann veiddi þessa björtu birtinga í Vola.

lausir dagar í Vola eru í boði á www.leyfi.is

kveðja, leyfi.is

Góð veiði hefur verið í Vola.

Við fengum senda þessa mynd af henni Þury.   Hún veiddi þessa tvo urriða 1.4 kg og 1.1 kg.

lausir dagar í Vola eru í boði á www.leyfi.is

kveðja, leyfi.is

Mjög góð veiði er í Baugstaðaós.

Ágætu veiðimenn.

Hann Grímur Hergeirsson stórveiðimaður var við veiðar í gær í Baugstaðaós og sendi okkur texta og mynd.

„Birtingurinn er snemma á ferðinni í Baugstaðaós. Fékk einn 73 cm, 5 kg á fluguna í gærkvöldi. Sá sem var á undan mér skráði þrjá fyrr um daginn 2,5-3,3 kg.“

Svo það er nokkuð ljóst að birtingurinn er mættur í Baugstaðaós.  Það eru aðeins örfáir dagar til sölu í Baugstaðaós í júni, þetta eru einu lausu dagarnir fram í september.  Á meðfylgjandi mynd er Grímur með birtinginn stóra.

Lausir dagar eru til sölu á www.leyfi.is

 

kkv,

leyfi.is

Góð veiði í Vola

Kæru veiðimenn.

Veiðimenn sem voru við veiðar núna fyrir helgina í Vola, veiddu vel.

Á meðfylgjandi mynd eru þeir Gunnar og Sverrir með hluta af aflanum.

Lausir dagar eru til sölu á www.leyfi.is

 

kkv,

leyfi.is

Hvíta, Brúará og Sog eru komin í sölu.

Kæru veiðimenn.

Hvíta, Brúará og Sog eru komin í sölu. Lausa daga er að finna á www.leyfi.is

kveðja,
leyfi.is

Ölfusá er kominn í sölu á leyfi.is

Kæru veiðimenn.
Ölfusá er kominn í vefsöluna hjá okkur á leyfi.is
Munið að hægt er að kaupa bæði svæði I og II og líka II og I. Eini munurinn á þessu er á hvoru svæðinu er byrjað að veiða.
Ef keypt er Ölfusá svæði I og II, þá er byrjað á svæði I og svo veitt á svæði II eftir hlé.
Ef keypt er Ölfusá svæði II og I, þá er byrjað á svæði II og svo veitt á svæði I eftir hlé.

Kveðja,
leyfi.is

Djúpavatn er komið í vefsöluna hjá leyfi.is

Kæru Veiðimenn.
Þá er Djúpavatn komið í vegsöluna hjá leyfi.is
Athugið að þar sem úthlutun til félagsmanna SVH gekk mjög vel þá eru ekki eins margir dagar í boði þetta veiðitímabilið í Djúpavatni.
En það er fullt af áhugaverðum dögum í boði.

kkv,
leyfi.is