Mjög góð veiði er í Baugstaðaós.

Ágætu veiðimenn.

Hann Grímur Hergeirsson stórveiðimaður var við veiðar í gær í Baugstaðaós og sendi okkur texta og mynd.

„Birtingurinn er snemma á ferðinni í Baugstaðaós. Fékk einn 73 cm, 5 kg á fluguna í gærkvöldi. Sá sem var á undan mér skráði þrjá fyrr um daginn 2,5-3,3 kg.“

Svo það er nokkuð ljóst að birtingurinn er mættur í Baugstaðaós.  Það eru aðeins örfáir dagar til sölu í Baugstaðaós í júni, þetta eru einu lausu dagarnir fram í september.  Á meðfylgjandi mynd er Grímur með birtinginn stóra.

Lausir dagar eru til sölu á www.leyfi.is

 

kkv,

leyfi.is