Góð veiði í Baugstaðaós.

Hann Árni Gunnar Sævarsson var við veiðar í Baugstaðaós og setti í og landaði 7 sjóbirtingum. Á myndinni er hann sjálfur með 10 punda sjóbirting sem hann veiddi þar í gær.

Næstu lausu dagar í Baugstaðaós eru 1 dagur í ágúst nokkrir í sept og svo nokkrir í október.
Lausir dagar eru til sölu á www.leyfi.is

Kveðja,
Leyfi.is

Ágætis gangur í Ölfusá.

Ágætur gangur er í veiðinni í Ölfusá. Núna í dag eru komnir á land 41 lax, 6 sjóbirtingar og 1 bleikja. Enn sem komið er er stæðsti laxinn 5,5 kg og var hann veiddur af Hjalta Sigurðssyni félagsmanni í SVFS. Laxinn tók svaran Toby í Víkinni.

Á meðfylgjandi mynd er hann Árni Gunnar Sævarsson með 2 laxa veidda í Víkinni.

Kveðja,
Stjórnin

Ágætis veiði í Ölfusá.

Sælir veiðimenn.
Hann Agnar Pétursson Heiðursfélagi í SVFS gerði góða veiði í Ölfusá í gær og setti í og landaði tveimur flottum löxum á seinni vaktinni.
kveðja,
leyfi.is

Silungsveiði í Ölfusá.

Sælir veiðimenn.

ágætis gangur hefur verið í silungsveiðinni í Ölfusá.

Hann Arek veiðimaður sendi okkur þessa mynd af sjóbirting sem hann veiddi þar.

lausir dagar eru til sölu á www.leyfi.is

 

 

kkv,

leyfi.is

Góð veiði hefur verið í Vorveiðinni í Baugsstaðaós.

Sælir veiðimenn.

Góð veiði hefur verið í Vorveiðinni í Baugsstaðaós.

Á meðfylgjandi mynd er Bragi Sigurðsson með sjóbirting veiddan í ósnum.

Lausir dagar til sölu á www.leyfi.is

 

kkv,

leyfi.is

Bullandi veiði í Tungu-Bár

Kæru veiðimenn.

Við vorum að frá fréttir og myndir frá veiðimönnum sem voru við veiðar í Tungu-Bár, en þar er mjög góð veiði og tilvalið að fara í vorveiði þarna.  Við Þókkum Steinari kærlega fyrir að senda okkur þessar upplýsingar.

Fréttin frá Steinari Vigni Þórhallssyni:

Það voru 5 fiskar sem voru 50-60 cm og svo einn 72 og einn 82 cm
Allt tekið á flugur, einn á Black Ghost með cone head og hitt kom á fish skull streamera. Það virtist vera fiskur um mesta allt svæðið sem við fórum um. Veiðifélagarnir voru Jón Þór Árnason og Gústav Smári Guðmundsson. Skiptumst á með þessar tvær stangir
Einnig eru lausar stangir í Vola og Baugsstaðarós, öll veiðileyfi á þessi svæði eru seld á www.leyfi.is
kveðja,
leyfi.is

Vorveiði

Kæri veiðimaður.
Við minnum á vorveiði í maí sem er nú í boði í Vola, Tungu – Bár og í Baugstaðarósi.
Einnig hefur verið opnað fyrir silungsveiði í Ölfusá frá 1 maí – 10 júní
Öll veiðileyfi á þessum svæðum eru til sölu á www.leyfi.is
 
kveðja,
leyfi.is

Djúpavatn og Hlíðarvatn SVH er komið í sölu.

Kæru veiðimenn.

Veiðileyfin í Djúpavatn og Hlíðarvatn SVH eru komin í sölu.

 

kveðja,

leyfi.is

Veiðileyfin frá SVFS í Hlíðarvatn eru komi í sölu.

Kæru veiðimenn.

Veiðileyfin frá SVFS í Hlíðarvatn eru komi í sölu hér á leyfi.is

 

 

kveðja,

leyfi.is

Vorveiði í Maí í Vola og Tungu-Bár komin í sölu.

Kæru veiðimenn.

Nú vorveiði í Maí í Vola og Tungu-Bár komin í sölu á leyfi.is

Veiðihús fylgir með í Vola en ekkert hús er í Tungu-Bár, frábært verð er á vorveiðinni.

 

kveðja,

leyfi.is