Nú fer að styttast í að veiðileyfin komi í sölu hér á leyfi.is

Nú fer að styttast í það að veiðileyfin frá SVH og SVFS komi í sölu hér á leyfi.is

Félögin eru að klára úthlutanir til félagsmanna sinna og að því loknu koma þau í sölu.

 

 

kveðja,

leyfi.is

Ágætis gangur í Ölfusá.

Sælir veiðimenn.
Á meðfylgjandi mynd er Heiðursfélagi SVFS hann Agnar Pétursson með tvo af þrem Löxum sem hann veiddi síðasta laugardag á miðsvæðinu í Ölfusá, þann þriðja veiddi hann í Víkinni.
Lausar stangir eru til sölu á www.leyfi.is
kveðja,
leyfi.is

Fín veiði í Vola.

Sælir veiðimenn.

Voli hefur verið að gefa vel uppá síðkastið.  Feðgarnir Pálmi Thorarensen og Birgir Thorarensen voru við veiðar og veiddu 6 sjóbirtinga á bilinu 4 – 8 pund, allt nýgenginn fiskur.  Birgir fékk auðvitað 8 punda fiskinn 🙂

Lausir dagar eru til sölu á www.leyfi.is

 

kv,

leyfi.is

7 punda lax úr Vola.

Kæru veiðimenn.

Hún Rósa Thorarensen veiddi 7 punda lax í Vola við Þingborg núna í morgun, bjartur og fallegur fiskur.

Meðfylgjandi er mynd af Rósu með laxinn.

 

kveðja,

leyfi.is

Viðbótardagar í Djúpavatn.

Kæru veiðimenn.

Við vorum að setja inn viðbótardaga í Djúpavatni.  Júlí, ágúst og sept.

Fyrstur kemmur fyrstur fær.

 

kveðja,

leyfi.is

Reglur í veiðihúsum vegna Covid19

Kæru veiðimenn.

ATHUGIÐ: Vegna Covid19 eru veiðimenn hvattir til að fylgja fyrirmælum um hreinlæti, leiðbeiningar hanga uppi í veiðihúsunum.  Og það er algjör skylda að hafa lök eða teppi á dýnum þegar gist er sumarið 2020.

 

kveðja,

leyfi.is

Hlíðarvatn SVH og Djúpavatn komið í sölu.

Kæru veiðimenn.

Hlíðarvatn SVH og Djúpavatn eru komin í sölu.

Við minnum á að í Djúpavatni gildir keypt veiðileyfi fyrir 10 stangir og veiðihúsið.

Í Hlíðarvatni eru 5 stangir seldar saman í einum pakka í ágúst og september.

Bæði þessi veiðisvæði henta mjög vel fyrir alla fjölskylduna.

 

 

kveðja,

leyfi.is

Veiðileyfin rétt við það að koma í sölu.

Kæru veiðimenn.

Nú er unnið að því að setja í sölu veiðileyfin fyrir sumarið 2020.  Mikið úrval af veiðileyfum verður komið í sölu fyrir Páskana.

Á meðfylgjandi mynd er hann Guðmann Marel Sigurðsson „malli“ eins og hann var kallaður.  Hann veiddi mikið og vel í Vola í gegnum árin.  Malli lést þann 12 desember 2019.  Blessuð sé minning hans.

 

kveðja,

leyfi.is

Bara nokkuð góður gangur í veiði í Ölfusá.

Kæru veiðimenn.

Það hefur verið bara nokkuð góður gangur í veiði í Ölfusá.  í gær voru komnir á land 61 lax og 11 sjóbirtingar.

Á meðfylgjandi mynd er Sverrir Einarsson félagsmaður í SVFS með nýgenginn lax sam hann veiddi í Víkinni í Ölfusá.

Lausir dagar eru til sölu á www.leyfi.is

 

Með kveðju,

leyfi.is

Enn fréttir af veiði í Vola.

Við fengum senda þessa mynd frá stórveiðimanninum G Marel Sig.   Hann veiddi þessa björtu birtinga í Vola.

lausir dagar í Vola eru í boði á www.leyfi.is

kveðja, leyfi.is