Bullandi veiði í Tungu-Bár

Kæru veiðimenn.

Við vorum að frá fréttir og myndir frá veiðimönnum sem voru við veiðar í Tungu-Bár, en þar er mjög góð veiði og tilvalið að fara í vorveiði þarna.  Við Þókkum Steinari kærlega fyrir að senda okkur þessar upplýsingar.

Fréttin frá Steinari Vigni Þórhallssyni:

Það voru 5 fiskar sem voru 50-60 cm og svo einn 72 og einn 82 cm
Allt tekið á flugur, einn á Black Ghost með cone head og hitt kom á fish skull streamera. Það virtist vera fiskur um mesta allt svæðið sem við fórum um. Veiðifélagarnir voru Jón Þór Árnason og Gústav Smári Guðmundsson. Skiptumst á með þessar tvær stangir
Einnig eru lausar stangir í Vola og Baugsstaðarós, öll veiðileyfi á þessi svæði eru seld á www.leyfi.is
kveðja,
leyfi.is