Ágætis gangur í Ölfusá.

Ágætur gangur er í veiðinni í Ölfusá. Núna í dag eru komnir á land 41 lax, 6 sjóbirtingar og 1 bleikja. Enn sem komið er er stæðsti laxinn 5,5 kg og var hann veiddur af Hjalta Sigurðssyni félagsmanni í SVFS. Laxinn tók svaran Toby í Víkinni.

Á meðfylgjandi mynd er hann Árni Gunnar Sævarsson með 2 laxa veidda í Víkinni.

Kveðja,
Stjórnin