Entries by Leyfi.is

Gerðu góða veiði í Vola í gær.

Ágætu veiðimenn. Hann Almar Sigurðsson veiðimaður var við veiðar í Volanum ásamt bræðrum sínum. Þeir bræður veiddu 10 fiska, stæðstu fiskarnir voru 9 p, 7 p, 3 p, 2 p og svo smærra með. Almar segir að mikið líf sé á svæðinu og þeir hafi séð töluvert af fiski á svæðinu. Kíkið endilega í myndagallerýið […]

Vel veiðist í Baugstaðaós.

Kæru veiðimenn. Vel hefur verið að veiðast í Baugstaðaós. Hann Guðlaugur Rúnar var þar við veiðar ásamt veiðifélaga sínum og gerðu þeir fína veiði 6 fiska, bæði lax og sjóbirting. Fiskarnir voru allir veiddir á flugu, tveir stærri sjóbirtingarnir voru 4.5 kg og laxarnir 3.5 kg og 2.5 kg Svo það er greinilegt að sjóbirtingurinn […]

Áfram var góður gangur í Vola í dag.

Áfram var góður gangur í Vola í dag. Guðmann Marel og veiðifélagi hans lönduðu 4 staðbundnum urriðum og einum 3.1 kg laxi. Veðrið sem var í dag, rok og rigning setti ekki strik í veiðina hjá þeim félögum. Á meðfylgjandi mynd er Guðmann Marel með 3.1 kg laxinn. Laxinn tók maðk. kkv, leyfi.is

Fiskar að veiðast í Vola.

Kæru veiðimenn. Hann Guðmann Marel Sigurðsson var ásamt veiðifélaga sínum við veiðar í dag í Vola. Hann landaði þessum fína 5 punda laxinn tók maðk og þeir félagar lönduðu fleiri fiskum. Þeir verða líka við veiðar á morgun svo það er aldrei að vita nema þeir landi fleirum. Guðmann segir að mikið líf sé á […]

Ný vefsíða www.leyfi.is í loftið.

Kæru veiðimenn. Þann 27 ágúst 2018 tókum við hjá www.leyfi.is í gagnið nýja og endurgerða vefsíðu með nýju sölukerfi. Þetta er allt annað líf, gamla kerfið var orðið lúið og því kominn tími á að endurnýja kerfið. Þessar nýju breytingar verða því öllum til hagsbóta. Vonumst við til þess að eiga áframhaldandi góð samskipti og […]