Entries by Leyfi.is

Sjóbirtingsveiðin á öllum veiðisvæðum Vola byrjaði 1 maí.

Veiðin byrjaði á öllum þremur veiðisvæðum Vola þann 1 maí. Meðfylgjandi myndir eru teknar í Baugstaðaós 1 maí. Öllum fiski var af sjálfsögðu sleppt aftur. það voru skráðir 12 sjóbirtingar í bókina þennann dag og var sá stæðsti 75 cm. Lausir dagar eru til sölu á www.leyfi.is kveðja, leyfi.is

Góð veiði í Baugstaðaós.

Hann Árni Gunnar Sævarsson var við veiðar í Baugstaðaós og setti í og landaði 7 sjóbirtingum. Á myndinni er hann sjálfur með 10 punda sjóbirting sem hann veiddi þar í gær. Næstu lausu dagar í Baugstaðaós eru 1 dagur í ágúst nokkrir í sept og svo nokkrir í október. Lausir dagar eru til sölu á […]

Ágætis gangur í Ölfusá.

Ágætur gangur er í veiðinni í Ölfusá. Núna í dag eru komnir á land 41 lax, 6 sjóbirtingar og 1 bleikja. Enn sem komið er er stæðsti laxinn 5,5 kg og var hann veiddur af Hjalta Sigurðssyni félagsmanni í SVFS. Laxinn tók svaran Toby í Víkinni. Á meðfylgjandi mynd er hann Árni Gunnar Sævarsson með […]

Ágætis veiði í Ölfusá.

Sælir veiðimenn. Hann Agnar Pétursson Heiðursfélagi í SVFS gerði góða veiði í Ölfusá í gær og setti í og landaði tveimur flottum löxum á seinni vaktinni. kveðja, leyfi.is

Silungsveiði í Ölfusá.

Sælir veiðimenn. ágætis gangur hefur verið í silungsveiðinni í Ölfusá. Hann Arek veiðimaður sendi okkur þessa mynd af sjóbirting sem hann veiddi þar. lausir dagar eru til sölu á www.leyfi.is     kkv, leyfi.is

Bullandi veiði í Tungu-Bár

Kæru veiðimenn. Við vorum að frá fréttir og myndir frá veiðimönnum sem voru við veiðar í Tungu-Bár, en þar er mjög góð veiði og tilvalið að fara í vorveiði þarna.  Við Þókkum Steinari kærlega fyrir að senda okkur þessar upplýsingar. Fréttin frá Steinari Vigni Þórhallssyni: Það voru 5 fiskar sem voru 50-60 cm og svo […]