Lýsing
Tunga – Bár / Vorveiði
Lýsing: Vatnasvæðið er um 11 km langt eða frá gömlu brúnni við Bár í nágrenni Selfoss að brúnni við veiðihúsið í Tungu skammt austan Stokkseyrar. Sjóbirtingur er aðall svæðisins en hann er kominn á svæðið fljótlega eftir að hans verður vart í ósnum. Þá fást venjulega nokkrir laxar á hverju sumri.
Staðsetning: Skammt austan við Selfoss.
Veiðisvæði: Frá gömlu brúnni við Bár að brúnni við veiðihúsið í Tungu, sjá nánar á veiðikorti.
Stangafjöldi: 2 stangir
Góðar flugur: Bleik og blá, Heimasætan, Black Ghost, Peacock, Black Gnat og Krókurinn.
Veiðihús: Ekkert veiðihús fylgir svæðinu. En veiðimönnum er bent á Gistiheimilið Lambastaðir, Lambastöðum – www.lambastadir.is Sími: 777 0705
Reglur: Tvær stangir eru leyfðar á svæðinu og eru þær seldar saman. Daglegur veiðitími er frá 08:00 – 20:00. Frá 2. apríl til 31. maí er eingögnu leyfð fluguveiði og skal öllum fiski sleppt.
Veiðibók: Rafræn skráning er á allri veiði. QR kóða og upplýsingar er að finna í „símaklefa“ á Holtsvegi og á „póstkassa“ móts við Árlund.
Veiðikort: Veiðikort er aðgengilegt á www.leyfi.is
Umsónamenn / Veiðiverðir: Sölvi B. Hilmarsson – 862 4900, Jón Birgir Kristjánsson – 695-9273 og Óskar Ingi Böðvarsson – 692-9177.