Lýsing
Ölfusá Svæði I og II, Silungsveiði 1 maí -10 júní
Staðsetning: Við Selfoss.
Veiðisvæði: Svæði I víkin, Svæði II miðsvæði, Svæði III efsta svæði (frísvæði)
Stangafjöldi: 3
Tímabil: 1 maí – 10 júní
Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spónn
Góðar flugur: Snælda, Frances, Grýla
Veiðihús: Ekkert veiðihús fylgir svæðinu en kaffi aðstaða er í félgagsheimili SVFS sem stendur fyrir innann bílaplanið við Víkina. En þar er að finna WC, heitt / vatn, ísskáp ofl. Veiðimönnum ber að þrífa húsið vandlega fyrir brottför og fjarlægja allt rusl.
Reglur: Stangarfjöldi samtals 6. Þrjár stangir á Svæði I og þrjár stangir á Svæði II, Þrjár stangir eru leyfðar á hverju svæði og eru þær seldar saman eða sitt í hvoru lagi. Veiðimenn á Svæði I og Svæði II skipta um veiðisvæði í hádegishlé, þannig að þeir sem eru fyrripart á Svæði I fara seinnipart á Svæði II, og öfugt.
Daglegur veiðitími er frá kl. 7.00 til 13.00 og 16.00 til 22.00 en eftir 20.ágúst frá kl. 7.00 til 13.00 og 15.00 til 21.00.
Veiðimenn í Ölfusá skipta alltaf um veiðisvæði í hádegishléi. þannig að þeir sem eru fyrripart á Svæði I fara seinnipart á Svæði II, og öfugt. Í vorveiðinni 1 maí til 10 júní skal öllum laxi sleppt.
Veiðibók: Liggur frammi í veiðihúsi, mikilvægt að skrá allan afla.
Umsjónarmaður / veiðivörður: Viktor Óskarsson 8972651