Lýsing
BAUGSTAÐAÓS / Maí veiði
Lýsing
Ósinn er skammt austan Stokkseyrar. Til hans fellur auk Hróarsholtslækjar, Baugstaðaá sem kemur úr Skipavatni og eru veiðimörk við útfallið úr vatninu. Fiskur gengur bæði um ósinn í Hróarsholtslæk (Vola) og Baugstaðaá. Ósinn er fornfræg veiðistöð einkum fyrir góða sjóbirtingsveiði. Fiskurinn er blandaður að stærð eða frá 1 pundi upp í 16 punda bolta. Þegar göngur koma er oft mjög líflegt og má segja að ósinn kraumi af fiski þegar mest er um að vera. Nokkrir laxar koma einnig á land á hverju sumri, flestir á bilinu 5-10 pund. Þá er ótalin sjóbleikja sem lítillega verður vart við bæði í ósnum og einnig í Vola og gæti verið spennandi fyrir áhugasama fluguveiðimenn að kanna betur, t.d. snemma að vori. Þá má nefna mikið fuglalíf við ósinn sem gerir hann að skemmtilegum stað að dvelja við á góðum degi.
Staðsetning: Skammt austan við Stokkseyri.
Veiðisvæði: Frá brú skammt fyrir ofan veiðihús niður í sjó og frá útfalli Skipavatns. Sjá nánar á veiðikorti.
Stangafjöldi: 2 stangir
Góðar flugur: Bleik og blá, Heimasætan, Black Ghost, Peacock, Black Gnat og Krókurinn.
Veiðihús: Veiðihús fylgir svæðinu og stendur það á lækjarbakkanum að austanverðu rétt við veginn. Húsið er merkt Veiðihúsið Tungu , sjá kort. Í húsinu er svefnaðstaða fyrir 4-6 manns, rennandi vatn, wc, rafmagn er í húsinu og það er því upphitað o.fl. Veiðimenn skulu rýma húsin fyrir kl. 19.00 að kvöldi brottfarardags til að gefa þeim sem á eftir koma kost á að koma sér fyrir áður en veiði hefst kl. 20.00. Veiðileyfi gildir frá kl. 20.00 – 22.00 kvöldið fyrir veiðidag og frá kl. 07.00 – 20.00 að kvöldi veiðidags. Þetta veiðileyfi gildir fyrir 2 stangir og aðgang að veiðihúsi. Veiðimönnum ber að þrífa húsið vandlega fyrir brottför og fjarlægja rusl
Reglur: Tvær stangir eru leyfðar á svæðinu og eru þær seldar saman. Daglegur veiðitími er frá 07.00 – 22.00. Veiðileyfi gildir frá kl. 20.00 – 22.00 kvöldið fyrir veiðidag og frá kl. 07.00 – 19.00 að kvöldi veiðidags.
Frá 1. Mai til 31 maí er eingögnu leyfð fluguveiði og skal öllum fiski sleppt.
Veiðikort: Veiðikort er í veiðihúsinu.
Veiðibók: Liggur frammi í veiðihúsinu, veiðimönnum er skylt að skrá allan afla.
Veiðileyfi: Félagar í SVFS fá úthlutað, eftir það eru öll leyfi seld á leyfi.is
Veiðivörður: Björgvin Njáll Ingólfsson, Tungu 693-3010 / 566-8191
Umsjónarmenn: Guðmundur Þ. Óskarsson 891-6643, Jón Birgir Kristjansson 695-9273.
Veiðivörður: Ólafur Ottó 894-2187