Stórir sjóbirtingar að veiðast í Vola.

Kæru veiðimenn.

Hann Pálmi Thorarensen var við veiðar í dag í Vola og þegar við heyrðum frá honum í dag þá var hann kominn með tvo sjóbirtinga, 7.5 p og 8,5 p fiskarnir tóku báðir maðk.

Á meðfylgjandi mynd er Pálmi við stærri fiskinn, hinn er á nýjustu myndinni í myndagalleríinu.
Ferðin hjá þeim endaði svo í 8 fiskum þeas 3 p lax og svo 7 sjóbirtingar 3 – 8,5 p.

kveðja,
leyfi.is