Lýsing
VOLI
Lýsing
Svæðið er mjög stórt eða með Bitrulæk a.m.k. 12-14 km. Veiðikort er af svæðinu með góðum vegamerkingum og bæjarnöfnum auk merktra veiðistaða. Svæðið er í nágrenni Selfoss eða innan við 10. mín. akstur hvort sem farið er að efri hluta svæðisins ( t.d. veiðihúsi ) eða að neðri veiðimörkum sem eru gamla brúin við Bár. Á þessu svæði er staðbundinn urriði, staðbundin bleikja, sjóbirtingur, sjóbleikja, lax og jafnvel stöku áll. Má segja að von sé í ágæta silungsveiði frá vori og fram til loka á haustin á Volasvæðnu
Staðsetning: Skammt austan við Selfoss
Veiðisvæði: Frá brú við Þingborg að gömlu brúnni við Bár, auk Bitrulækjar. Sjá nánar á veiðikorti.
Stangafjöldi: 2 stangir
Góðar flugur: Bleik og blá, Heimasætan, Black Ghost, Peacock, Black Gnat og Krókurinn.
Veiðihús: Veiðihús er á svæðinu og stendur það við gömlu brúna við Vola. Í húsinu er svefnaðstaða fyrir 4-6 manns, rennandi vatn, wc, raflýsing ( sólarrafhl.), gashitun, gashellur, Kolagrill o.fl. Veiðimenn geta mætt í hús klukkustund áður en veiði hefst (15:00/14:00) og skulu rýma húsið fyrir kl. 14:00 á brottfarardegi. Þetta veiðileyfi gildir fyrir 2 stangir og aðgang að veiðihúsi. Veiðimönnum ber að þrífa húsið vandlega fyrir brottför og fjarlægja rusl.
Reglur: Tvær stangir eru leyfðar á svæðinu og eru þær seldar saman. Daglegur veiðitími er frá 07:00 –13:00 og 16:00 – 22:00. Veiðileyfi gildir frá kl. 16:00 á veiðidegi og frá kl. 07:00 – 13:00 daginn eftir. Hlé er á veiði frá 13:00 – 16:00. Frá 16. ágúst er seinni vaktin frá kl. 15:00 – 21:00. Ef keyptur er 20. júlí þá er byrjað kl. 16:00, 20. júlí.
- Frá 1. mai til 31. maí er eingögnu leyfð fluguveiði og skal öllum fiski slept.
- Frá 1. júní til 15. september má veiða á flugu, maðk og spón. Leyfilegt er að drepa þrjá fiska á dag pr stöng, þ.e. samtals 6 fiska pr. leyfi. Sleppa skal öllum fiski yfir 65 sm.
- Frá 15. september til 20. október er eingöngu leyfð fluguveiði og skal öllum fiski sleppt.
Veiðibók: Rafræn skráning er á allri veiði. QR kóða og upplýsingar er að finna í veiðihúsi og á „póstkassa“ við brúna hjá Þingborg.
Veiðileyfi: Félagar í SVFS fá úthlutað, eftir það eru öll leyfi seld á leyfi.is
Veiðivörður: Almar Sigurðsson – 777-0705
Umsjónarmenn / veiðiverðir: Sölvi B. Hilmarsson – 862 4900, Jón Birgir Kristjánsson – 695-9273 og Óskar Ingi Böðvarsson – 692-9177.