Lýsing
Ölfusá Svæði I og II / Silungsveiði 1 maí -10 júní
Staðsetning: Við Selfoss.
Veiðisvæði: Svæði I víkin, Svæði II miðsvæði, Svæði III efsta svæði (frísvæði)
Stangafjöldi: 3
Tímabil: 1. maí – 10. júní.
Leyfilegt agn: Fluga
Góðar flugur: Snælda, Frances, Grýla
Veiðihús: Ekkert veiðihús fylgir svæðinu en kaffi aðstaða er í félgagsheimili SVFS sem stendur fyrir innann bílaplanið við Víkina. En þar er að finna WC, heitt vatn, ísskáp ofl. Veiðimönnum ber að þrífa húsið vandlega fyrir brottför og fjarlægja allt rusl.
Reglur: Stangarfjöldi samtals 6. Þrjár stangir á Svæði I og þrjár stangir á Svæði II, Þrjár stangir eru leyfðar á hverju svæði og eru þær seldar saman eða sitt í hvoru lagi. Veiðimenn á Svæði I og Svæði II skipta um veiðisvæði í hádegishlé, þannig að þeir sem eru fyrripart á Svæði I fara seinnipart á Svæði II, og öfugt.
Daglegur veiðitími er frá kl. 7:00 til 13:00 og 16:00 til 22:00.
Veiðimenn í Ölfusá skipta alltaf um veiðisvæði í hádegishléi, þannig að þeir sem eru fyrripart á Svæði I fara seinnipart á Svæði II, og öfugt. Í vorveiðinni 1. maí til 10. júní skal öllum laxi slept.
Veiðibók: Liggur frammi í veiðihúsi, Veiðimönnum er skylt að skrá allan afla.
Umsjónarmaður / veiðivörður: Viktor Óskarsson 8972651