Lýsing
Djúpavatn er 0,15 km² stöðuvatn sunnan Trölladyngju og Soga á Reykjanesskaga í 195 m hæð yfir sjó. Dýpsti hluti þess er 16,7 m og það er líklega gígvatn líkt og Grænavatn á Vesturhálsi og Arnarvatn á Sveifluhálsi. Umhverfi þessa vatns er ákaflega fallegt og friðsælt. Mikið er af bleikju í vatninu en hún er fremur smá. Það var talið fisklaust þar til bleikju af Þingvallastofni var sleppt í það í kringum 1960. Vatnið er afar vinsælt hjá fjölskyldufólki, umhverfið er mjög barnvænt og einungis selt einum aðila í senn(einstaklingum), og því hægt að hafa vatnið og veiðihúsið út af fyrir sig. Á hverju ári sleppt töluverðu af vænum urriða í vatnið og veiðivon þvi góð allt sumarið og eru veiðimenn beðnir um að gæta hófs í því sem þeir hirða af sleppifiski og kynna sér vel þær reglur sem þarna gilda, inni í veiðihúsinu. Vegalengdin frá Hafnarfirði er um 25 km, ekið í átt að Krýsuvík og til hægri á móts við malarnámurnar í Vatnsskarði. Staðsetning: Á Reykjanesi. Veiðisvæði: Allt vatnið. Stangafjöldi: 10 stangir. Veiðitímabil: 1 júní – 15. september. Veiðitími: Frjáls Leyfilegt agn: Allt agn er leyfilegt, netaveiði bönnuð. Góðar flugur: peacock ýmis afbrigði, litlar púpur, um að gera að reyna þurrflugurnar þegar lygnir. Veiðihús: Ágætt veiðihús, snyrting, 2 herbergi m/ 4 kojum hvort, eldhús með gashellu, borðbúnaði og áhöldum, setustofa og gott úti-kolagrill. Taka með sér rúmfatnað / svefnpoka, borðtuskur og viskastykki. Ath ath Öll notkun báta er bönnuð af öryggisástæðum.
Djúpavatn
English below:
Vinsamlega lesið vel! Þetta veiðileyfi gildir fyrir 10 stangir með húsi.
Veiðitímabil 1. júní – 25. sept.
Athugið: Vinsamlegast áframsendið strax kvittun fyrir veiðileyfi á stjorn@svh.is sem þið fáið á email ykkar til að fá sent númer á lyklalás veiðihúss, eða hringið í síma 5654020. Alltaf hafa veiðileyfið meðferðis t.d. taka mynd og eiga í síma eða prenta út ef hægt er. Við sendum ykkur til baka leiðbeiningar um notkun húss og fleira.
Öll notkun báta á vatninu er bönnuð.
Áríðandi er að kynna sér vel hvernig veiðileyfið gildir svo skoðið vel dæmið hér fyrir neðan.
ATHUGIÐ (Tökum dæmi: Ef keypt er t.d. 12/8 gildir veiðileyfið ykkar í sólarhring. Komið er kl.18.00 þann 11/8 (daginn áður) og veitt til kl.18.00 þann 12/8 sem er keyptur veiðidagur) Þó þarf að gefa sér tíma í frágang og ræsta hús fyrir þann tíma, því næsti kemur kl.18.00 þennan dag(12/8)
Þegar þið sendið kvittun til okkar eins og segir hér að ofan, þá sendum við ykkur til baka allar nánari upplýsingar um notkun húss og fl.ásamt númeri á lyklalás. Muna að rugla númeri við brottför og hirða allt rusl og skilja við allt svo sómi sé að fyrir þann sem næstur kemur.
Muna að skrá allan afla í veiðibækur.
ATHUGIÐ: Vegna Covid19 eru veiðimenn hvattir til að fylgja fyrirmælum um sóttvarnir og hreinlæti. Og það er algjör skylda að hafa lök eða teppi á dýnum þegar gist er í húsinu.
For english instructions send us email to stjorn@svh.is and you will receive all informations and please include received for your paid license you will get on your email from leyfi.is (forward it to us)
Veiðikort: Ekkert veiðikort, veiði allstaðar í vatninu.
Veiðibók: Liggur frammi í veiðihúsi, mikilvægt að skrá allan afla. Ath ath Öll notkun báta er bönnuð af öryggisástæðum
Veiðileyfi: Félagar í SVH fá úthlutað, eftir það eru öll leyfi á leyfi.is.