Lýsing
Hlíðarvatn er rúmlega 3,3 km² stöðuvatn í Selvogi vestanverðum í 1 m hæð yfir sjó. Mesta dýpi þess er 5 m., afrennsli þess er Vogsós. Allmikið er af fiski í vatninu, og meðalþyngd fer vaxandi, langmest er það bleikja, bæði sjóalin og vatnableikja og á hverju sumri veiðast nokkrar 5 – 7unda bleikjur. Hliðarvatn er göfult og talið með bestu bleikjuvötnum sem finnast, og fiskurinn annálaður matfiskur. Öll veiði með beitu er stranglega bönnuð í vatninu og mest er veitt á flugu. Bleikjan getur verið dyntótt og þarf að prófa sig áfram með taumalengd, línuþyngd ofl. eftir aðstæðum. Veiðihús eru 5 við vatnið. Stangaveiðfélag Hafnarfjarðar (5 stangir), Ármenn, ( 3 stangir), Árblik, Stangaveiðfélag Þorlákshafnar (2 stangir), Stangaveiðfélag Selfoss (2 stangir) og Stakkavík (2 stangir). Frá vatninu blasir við hluti hinnar hafnlausu suðurstrandar landsins og ein merkilegasta kirkja þess, Strandarkirkja. Vegalengdin frá Hafnarfirði er u.þ.b. 50 km um Krýsuvík og einnig er hægt að fara um Þrengsli og koma að vatninu að austanverðu. Nánar á www.svh.is Staðsetning: Í Selvogi, milli Krýsuvíkur og Þorlákshafnar.
Hlíðarvatn
English below:
Vinsamlega lesið vel!
Staðsetning: Í Selvogi, milli Krýsuvíkur og Þorlákshafnar.
Veiðisvæði: All vatnið. Leyfilegt agn: fluga og spónn
Stangafjöldi: SVH; 5 stangir, seldar saman eða sín í hverju lagi.
Veiðitímabil: 1. maí – 30. September.
Stangarfjöldi: 5. í maí, júní og júlí eru seldar stakar stangir en í ágúst og september eru seldar 5 stangir saman sem einn pakki, 21.000 virkur dagur og 26.000,- helgidagur.
Athugið: Vinsamlegast áframsendið strax kvittun fyrir veiðileyfi á stjorn@svh.is sem þið fáið á email ykkar til að fá sent númer á lyklalás veiðihúss, eða hringið í síma 5654020. Alltaf hafa veiðileyfið meðferðis t.d. taka mynd og eiga í síma eða prenta út ef hægt er. Við sendum ykkur til baka leiðbeiningar um notkun húss og fleira.
Öll notkun báta á vatninu er bönnuð.
Áríðandi er að kynna sér vel hvernig veiðileyfið gildir svo skoðið vel dæmið hér fyrir neðan.
ATHUGIÐ (Tökum dæmi: Ef keypt er t.d. 12/8 gildir veiðileyfið ykkar í sólarhring. Komið er kl.18.00 þann 11/8 (daginn áður) og veitt til kl.18.00 þann 12/8 sem er keyptur veiðidagur) Þó þarf að gefa sér tíma í frágang og ræsta hús fyrir þann tíma, því næsti kemur kl.18.00 þennan dag(12/8)
Þegar þið sendið kvittun til okkar eins og segir hér að ofan, þá sendum við ykkur til baka allar nánari upplýsingar um notkun húss og fl.ásamt númeri á lyklalás. Muna að rugla númeri við brottför og hirða allt rusl og skilja við allt svo sómi sé að fyrir þann sem næstur kemur.
Muna að skrá allan afla í veiðibók.
ATHUGIÐ: Vegna Covid19 eru veiðimenn hvattir til að fylgja fyrirmælum um sóttvarnir og hreinlæti. Og það er algjör skylda að hafa lök eða teppi á dýnum ef gist er í húsinu.
For english instructions send us email to stjorn@svh.is and you will receive all informations and please include received for your paid license you will get on your email from leyfi.is (forward it to us)