Lausir dagar
Djúpavatn er 0,15 km² stöðuvatn sunnan Trölladyngju og Soga á Reykjanesskaga í 195 m hæð yfir sjó. Dýpsti hluti þess er 16,7 m og það er líklega gígvatn líkt og Grænavatn á Vesturhálsi og Arnarvatn á Sveifluhálsi. Umhverfi þessa vatns er ákaflega fallegt og friðsælt. Mikið er af bleikju í vatninu en hún er fremur smá. Það var talið fisklaust þar til bleikju af Þingvallastofni var sleppt í það í kringum 1960. Vatnið er afar vinsælt hjá fjölskyldufólki, umhverfið er mjög barnvænt og einungis selt einum aðila í senn(einstaklingum), og því hægt að hafa vatnið og veiðihúsið út af fyrir sig. Á hverju ári sleppt töluverðu af vænum urriða í vatnið og veiðivon þvi góð allt sumarið og eru veiðimenn beðnir um að gæta hófs í því sem þeir hirða af sleppifiski og kynna sér vel þær reglur sem þarna gilda, inni í veiðihúsinu. Vegalengdin frá Hafnarfirði er um 25 km, ekið í átt að Krýsuvík og til hægri á móts við malarnámurnar í Vatnsskarði. Staðsetning: Á Reykjanesi. Veiðisvæði: Allt vatnið. Stangafjöldi: 10 stangir. Veiðitímabil: 1 júní - 15. september. Veiðitími: Frjáls Leyfilegt agn: Allt agn er leyfilegt, netaveiði bönnuð. Góðar flugur: peacock ýmis afbrigði, litlar púpur, um að gera að reyna þurrflugurnar þegar lygnir. Veiðihús: Ágætt veiðihús, snyrting, 2 herbergi m/ 4 kojum hvort, eldhús með gashellu, borðbúnaði og áhöldum, setustofa og gott úti-kolagrill. Taka með sér rúmfatnað / svefnpoka, borðtuskur og viskastykki. Ath ath Öll notkun báta er bönnuð af öryggisástæðum. ATH. ATH. Lyklabox er á húsinu og þurfa menn að senda e-mail á stjorn@svh.is til að fá uppgefið númerið, ásamt staðfestingu á kaupunum (kvittunin af leyfi.is) Reglur: Veiðimenn mega koma í húsið kl.18.00 daginn fyrir skráðan veiðidag, og skulu vera farnir fyrir kl. 18.00 á síðasta veiðidegi. Muna að ræsta hús og taka með sér allt rusl og líka það sem er utandyra, þrífa grill og hirða girni og fl. Veiðikort: Ekkert veiðikort, veiði allstaðar í vatninu. Veiðibók: Liggur frammi í veiðihúsi, mikilvægt að skrá allan afla. Ath ath Öll notkun báta er bönnuð af öryggisástæðum Veiðileyfi: Félagar í SVH fá úthlutað, eftir það eru öll leyfi á leyfi.is.

Leyfi í boði