Lausir dagar
Hlíðarvatn í Selvogi Staðsetning: Í Selvogi, milli Krýsuvíkur og Þorlákshafnar. Vegalengd frá höfuðborgarsvæðinu er um 50 km sé ekið um Krýsuvík, en 60 sé ekið um Þrengslin.
Veiðisvæði: Allt vatnið en hólmarnir við Stakkavík, vestanvert í vatninu eru friðaðir á varptíma fugla.
Stangafjöldi: Veitt er á 3 stangir.
Veiðitímabil: 1. maí – 30. September.
Veiðitími: Veiðimenn mega hefja veiðar kl. 18:00 kvöldið fyrir skráðan veiðidag og ljúka þeim sólarhring síðar. Að öðru leyti er veiðitími frjáls. Veiðimenn kvitti fyrir veru sína við vatnið í dagbók veiðihússins.
Leyfilegt agn: Fluga. Nefna má Peacock, Krók, Alexöndru, Alder, Butcher, Kardínála og Flæðarlús.
Veiðihús: Stendur undir hlíðinni vestanverðri, upp af Botnavík. Þar er snyrting, tvö herbergi með 2 kojum hvort, svefnloft, eldhúsbekkur með gashellu, borðbúnaði og áhöldum, forstofa og gott úti-gasgrill. Taka þarf með sér rúmfatnað/svefnpoka, borðtuskur og viskastykki. Lyklar að húsi eru geymdir á krók við útihurðina.
Reglur: Á veiðisvæðum Ármanna er eingöngu leyfð fluguveiði. Veiðitíminn í Hlíðarvatni er frá klukkan 18 deginum fyrir úthlutaðan veiðidag og til klukkan 18 á skráðum veiðidegi. Viðverutíminn í Hlíðarseli er sá sami. Húsinu skal skilað hreinu til næstu veiðimanna og taka skal með sér allt rusl. Athugið að lausaganga hunda við vatnið er stranglega bönnuð og séu hundar hafðir í húsinu mega þeir einungis dvelja í forstofurýminu. Bannað er að vera með báta á vatninu, en bumbubátar eru leyfðir með skilyrðum. Nánari reglur um umgengi við Hlíðarvatn hanga uppi í Hlíðarseli.
Veiðikort: Liggur frammi i veiðihúsi og á http://www.armenn.is/skjol/Almenn/hlidarvatn.jpg
Veiðibók: Liggur frammi í veiðihúsi og er mikilvægt að allur afli sé skráður.
Veiðiumsjón: Ármenn, símanúmer hanga á vegg í veiðihúsinu.

Leyfi í boði