Lausir dagar

Grenlækur svæði 4 - Fossar

 

 

 

Grenlækur í Landbroti er fornfræg sjóbirtingsslóð í fögru umhverfi og með stórkostlegri fjallasýn. Veiðin á svæðinu, svæði 4 sem nefnist Fitjaflóð, hefur verið upp og ofan seinustu ár. Mjög gott skot kom þó í veiðina seint síðasta haust og veiðin nú í fyrstu hollum vorsins 2008 hefir verið betri en undanfarin ár og fiskur vænn.

Eftir því sem tölur frá Veiðimálastofnun sýna, hafa göngur í gegnum teljara aukist jafnt og þétt undanfarin ár.

Staðsetning: Til þess að komast að Fitjaflóði í Grenlæk er beygt til hægri af þjóðvegi nr. 1 rétt áður en farið er yfir Skaftárbrúna vestan við Kirkjubæjarklaustur. Eknir eru síðan um 13 km eftir þjóðvegi nr. 204, en þá er beygt til vinstri að Fossum og Arnardrangi. Rétt áður en komið er að Arnardrangi er tekinn afleggjari um girðingarhlið til hægri eftir vegarslóð sem liggur meðfram túninu í hraunlendi, niður brekku af hrauninu niður á sléttuna og yfir lækjarsprænu og síðan út á sandinn. Vegarslóðin liggur yfir brú yfir Grenlæk og síðan upp með honum að austanverðu. Stærstu bílar komast ekki yfir brúna. Öllum hliðum skal loka á eftir sér.

 

Veiðisvæði: Grenlækur svæði 4 Fossar.  Mörk veiðisvæðis að ofanverðu eru ofan við Efri skurð og eru merkt með skilti sem er staðsett vestan og ofan við skurðinn.

Að neðanverðu eru mörkin nokkuð neðan við brú þar sem girðing er fram á árbakkann að vestan og eru þau merkt með skilti austan ár á móts við girðinguna.

 

Stangafjöldi: Á svæðinu má veiða á 4 stengur og lengd holla er tveir dagar.

 

Veiðitímabil: maí - október

 

Veiðitími: Veiðitími er 12 klst. á dag á milli kl. 7:00 og 22:00. Veiði hefst og endar á miðjum degi.

Á skiptidögum skal ljúka veiði kl. 13:00 og má hefja hana kl. 15:00.

 

Leyfilegt agn: Einungis er leyfð veiði á flugu í vorveiði sem stendur til 20. júní og skal öllum hrygningarfiski þá sleppt.

 

Góðar flugur:

 

Veiðihús: Veiðihús er ekki innifalið í veiðileyfinu en margir gistimöguleikar eru á svæðinu, td. www.kippur.is

 

Reglur: Grenlækur Svæði 4 - Fosar.  Veiði hefst og endar á miðjum degi.  Á skiptidögum skal ljúka veiði kl. 13:00 og má hefja hana kl. 15:00.  Veiðihús er ekki innifalið í veiðileyfinu en margir gistimöguleikar eru á svæðinu.  Kvóti er 3 fiskar á stöng á dag.

 

Veiðikort:er í veiðihúsi hjá www.kippur.is

 

Veiðibók:er í kassa við afleggjarann að Fossum

 

Veiðiumsjón: Agnar Davíðsson 861-8178 / 487-4711 / fossar@simnet.is

Leyfi í boði

/ 4
Kaupa
24.07.2018 - 26.07.2018
13162
Fitjarflóð svæði 4 - Fossar
Fitjarflóð svæði 4 - Fossar. Þetta veiðileyfi gildir fyrir keyptan stangarfjölda. Veiði hefst og endar á miðjum degi. Á skiptidögum skal ljúka veiði kl. 13:00 og má hefja hana kl. 15:00. Veiðihús er ekki innifalið í veiðileyfinu en margir gistimöguleikar eru á svæðinu. Kvóti er 3 fiskar á stöng á dag.
12.500 ISK