Um okkur

Söluvefurinn leyfi.is er samstarfsverkefni þriggja stangaveiðifélaga;  Ármanna, Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar og Stangaveiðifélags Selfoss.

Vefurinn var settur á laggirnar í maí 2008 til að selja þau veiðileyfi sem eftir standa þegar úthlutun til félagsmanna er lokið. Einnig eru í boði veiðileyfi frá öðrum stangaveiðifélögum sem og ýmsum öðrum aðilum sem bjóða uppá stangaveiði.

Það er von okkar að veiðimenn taki þessari nýbreytni í stangaveiðileyfum fagnandi og eigi við okkur gott samstarf.

Hægt er að fá nánari upplýsingar með því að senda póst á leyfi@leyfi.is